Vinnustofa í starfsferilmöppugerð

Vinnustofa í starfsferilmöppugerð - career portfolio

Listamenn, hönnuðir og ljósmyndarar eru meðal þeirra sem nýta svokallaða möppu (e. portfolio) til að sýna fram á kunnáttu sína og færni.  Ferilmöppu er einnig hægt að nýta í námi og við starfsleit.  Ferilmappa gefur tækifæri til að sýna fram á ýmsa kunnáttu á myndrænan og skapandi hátt.

   
Staðsetning: Háskólatorg, Ht-301  

Tímasetning auglýst síðar                                  

Sagt verður frá hugmyndafræðinni á bak við ferilmöppugerð og hvernig er hægt að tengja hana t.d. atvinnuleit. Nemendur tækifæri til að setja saman eigin ferilmöppu og fá endurgjöf á hana. Við gerð starfsferilsmöppu gefst gott tækifæri til að fá yfirsýn yfir náms- og starfsferil sinn og gæða hann lífi á skapandi hátt! 

Skráning á vinnustofu fer fram á Þjónustuborði Háskólatorgs. Gjald fyrir vinnustofu eru kr. 2.000.-.  Vinsamlega athugið að skráning er bindandi en hægt er að óska eftir endurgreiðslu í síðasta lagi þremur virkum dögum áður en vinnustofa hefst. 

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is