Upplýsingar um próf á vegum kennara

Ágæti kennari, hér fyrir neðan eru upplýsingar og gagnlegar leiðbeiningar um framkvæmd prófa sem ekki eru á vegum prófstjóra.

Á hverju misseri má búast við því að kennari leggi fyrir nemendur hlutapróf sem þeir standa sjálfir fyrir s.s. próf sem lögð eru fyrir í kennslustundum og/eða heimapróf. Við upphaf skólaárs er því rétt að rifja upp eftirfarandi reglu varðandi veitingu sértækra úrræða í prófum sem ekki eru haldin á vegum prófstjórnar Íslands.

Í verklagsreglum um sértæk úrræði í námi sem samþykktar voru af háskólaráði í maí 2010 segir m.a. í 10 gr., sjá nánar: 

"Jafnframt skulu ábyrgðaraðilar innan háskólans, svo sem starfsmenn skrifstofa deilda og fræðasviða, kennarar og aðrir starfsmenn, tryggja að skipulag einstakra námskeiða, þ.m.t. staðsetning og sértækar lausnir, og tiltekin úrræði sem varða próf, svo sem stækkað letur, stækkuð prófblöð, lituð prófblöð o.þ.h., skapi fötluðum nemendum og nemendum með sértæka námsörðugleika bestu mögulegu tækifæri til fullrar þátttöku í náminu."

"Framkvæmd sértækra úrræða í prófum sem ekki eru haldin á vegum prófstjórnar Háskóla Íslands er í umsjón viðkomandi kennara. Náms- og starfsráðgjöf háskólans veitir kennurum, deildum og fræðasviðum ráðgjöf við framkvæmdina."

Í samræmi við fyrrnefndar reglur fá nemendur þær upplýsingar, þegar þeir gera skriflegt samkomulag um úrræði, að þeir eigi að snúa sér til kennara með góðum fyrirvara og framvísa eintaki af samkomulaginu til að fá úrræði í prófum sem ekki eru á vegum prófstjórnar.

Reglurnar fela í sér ábyrgð kennara (og deilda) á að nemendur með sértæk úrræði fái notið þeirra í prófum sem þeir halda.  Í ljósi þessa er kennurum bent á eftirfarandi leiðir til að takast á við þau vandamál sem kunna að skjóta upp kollinum.  

Gagnlegar ábendingar vegna prófa á vegum kennara

Í þeim tilvikum sem vantar:

a. Yfirsetu, getur kennari leitað til prófstjórnar (s: 5278 , profstjori@hi.is).  Kostnaður felllur á viðkomandi deild.

b.  Sérhæfð þjónusta eins og ritari í prófum getur kennari leitað til prófstjórnar (s: 5278, profstjori@hi.is).  Kostnaður     fellur á viðkomandi deild.  

c.  Sérhæfða þjónustu eins og táknmálstúlk getur kennari leitað til Náms- og starfsráðgjafar HÍ (NSHÍ), s:4399, msteph@hi.is.  Kostnaður fellur á NSHÍ. 

d. Tölvur (r)getur kennari leitað til Náms- og starfsráðgjafar HÍ (NSHÍ), s:4399, msteph@hi.is sem hefur umsjón með tölvuveri Ht-302 á Háskólatorgi þar sem er aðstaða fyrir 10 nemendur í tölvum með sérhæfðum hugbúnaði.  Leiga á Ht- 302 er skv. taxta Reikningsstofnunar kr. 1.650.- á klukkustund.

Yfirseta kostar lágmark kr. 8.000.- fyrir fjögurra tíma útkall. 

Athugið að þótt prófstjórn geti útvegað prófgæslu þá hefur hún engan forgang umfram kennara/deildir að húsnæði utan próftímabila. Hins vegar getur verið að kennarar/deildir viti af herbergjum sem nota má fyrir sérúrræðanema. Finnist hvergi staður fyrir sérúrræðanema verða þeir að sitja í sömu stofu og aðrir. Þá þarf að taka tillit til þess að flestir sérúrræðanemendur eru með lengdan próftíma.

Kennurum er bent á greinargóðar upplýsingar um ferlið við veitingu sértækra úrræða í námi á vef Náms- og starfsráðgjafar HÍ  http://nshi.hi.is/sertaek_thjonusta og að Magnús M Stephensen skrifstofustjóri (s. 4399 msteph@hi.is) veitir leiðbeiningar um framkvæmdina. Auk þessa sjá náms- og starfsráðgjafarnir Hrafnhildur V. Kjartansdóttir hvk@hi.is og Aðalbjörg Guðmundsdóttir adalbjorg@hi.is um málefni nemenda sem þurfa á sértækum úrræðum að halda. 

Við vonum að þessar upplýsingar komi að góðu gagni og þökkum samstarfið.
Með góðri kveðju, starfsfólk Náms- og starfsráðgjafar.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is