Um greiningar og vottorð

Greiningar um sértæka námsörðugleika:
Til að háskólastúdent geti fengið úrræði í námi og/eða prófum vegna sértækra námsörðugleika (dyslexía, dyscalculia, dysgraphia) þarf viðkomandi að framvísa greiningu frá sérfræðingi þar sem til að mynda er notast við einhverja af eftirfarandi aðferðum: 

  • GRP 14 Greiningarpróf (GRP 14H hópgreining dugar ekki ein og sér).
  • Aston Index lestrargreining.
  • Logos dyslexíugreining 
  • ICD 10 greiningarviðmið (notuð af sálfræðingum).

Davis greining nægir ekki til að fá úrræði við Háskóla Íslands þar sem hún er ekki greining á sértækum námsörðugleikum heldur gefur vísbendingu um hvort Davis leiðrétting nýtist einstaklingi, sjá http://www.lesblind.is/lesblinduleidretting/davis-greining/

Vakin er athygli á að greiningar mega ekki vera eldri en frá því að einstaklingur var í 10. bekk grunnskóla.

Stúdentaráð HÍ starfrækir greiningarsjóð fyrir nemendur með sértæka námsörðugleika og ADD/ADHD. Þar geta þeir sóttum styrk upp í kostnað við greiningu.

Læknisvottorð :
Til að háskólastúdent geti fengið viðeigandi úrræði í námi og/eða prófum vegna veikinda eða fötlunar þarf viðkomandi að framvísa vottorði eða greiningu frá lækni/viðeigandi sérfræðingi þar sem eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram:

  • Hvaða sjúkdóm eða hvers konar fötlun er um að ræða.
  • Á hvaða hátt sjúkdómur eða fötlun hefur áhrif á andlega og /eða líkamlega getu viðkomandi til að stunda háskólanám.

Meðferð upplýsinga:  
Náms- og starfsráðgjöf HÍ varðveitir trúnaðargögn um nemendur sem þurfa á sértækum úrræðum að halda í námi og við skólann.  Meðferð viðkvæmra persónuupplýsinga er í samræmi við lög um persónuvernd og reglur háskólans.
Náms- og starfsráðgjöf háskólans sér um að miðla nauðsynlegum upplýsingum til starfsfólks sem koma þarf að framkvæmd úrræða.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is