Tengslatorg HÍ

Ágæti nemandi.
 
NSHÍ vekur athygli á Tengslatorgi HÍ - www.tengslatorg.hi.is - vefsíðu þar sem fyrirtæki og stofnanir auglýsa laus störf aðgengileg háskólastúdentum. Við hvetjum þig til að kíkja reglulega inn á vefinn til að skoða störfin sem bjóðast hverju sinni  - þú þarft einungis að skrá þig inn í Uglu til að hann opnist.
 
Vefurinn opnaði í febrúar 2016 og fjöldi fyrirtækja auglýsti þá laus störf sem nokkur hundruð nemenda sóttu um. Þess má geta að Háskóli Íslands er á lista tímaritsins Times Higher Education fyrir þá háskóla í heiminum sem teljast skila öflugustum nemendum út í atvinnulífið. Þið eruð því eftirsóttur mannauður!
 
Mundu að þú getur alltaf leitað til NSHÍ ef þig vantar aðstoð varðandi ferilskrárgerð eða aðstoð við að skipuleggja atvinnuleit.
 
Kíktu sem fyrst á www.tengslatorg.hi.is!
 
Bestu kveðjur,
NSHÍ
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is