Streitustjórnunarnámskeið

Við bjóðum námsmönnum Háskóla Íslands upp á streitustjórnunarnámskeið sem stendur yfir í þrjár vikur. Fjallað verður um streitustjórnun, hvað sé að valda streitu, hvernig þú getur fyrirbyggt, dregið úr eða tekist á við streitu. Streituvaldandi þættir í daglegu lífi verða kortlagðir, helstu einkenni streitu skoðuð og hvernig við bregðumst við. Hjálplegar og fyrirbyggjandi leiðir skoðaðar í tengslum við streitustjórnun. Getum við breytt aðstæðum eða viðbrögðum okkar?  Núvitund (mindfulness) verður kynnt til sögunnar með stuttri æfingu en rannsóknir hafa sýnt fram á að þjálfun í núvitund hefur jákvæð áhrif á almenna líðan, dregur úr streitu, kvíða og depurð.

Boðið verður upp á eitt námskeið sem fer fram þrjá miðvikudaga í röð, frá 25. október-8. nóvember kl. 10:00-12:00. Mæting miðvikudagana 25. okt, 1. nóv og 8. nóv. Námskeiðið fer fram á 3. hæð í Háskólatorgi stofu Ht-301. Skráning fer einungis fram á Þjónustuborði Háskólatorgi um leið og námskeiðsgjald er greitt kr. 6.000. Vinsamlegast athugið að skráning á námskeið er bindandi. Hægt er að óska eftir endurgreiðslu í síðasta lagi þrem virkum dögum áður en námskeið hefst. 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is