Stígðu skrefið í átt að starfsframa!


Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands býður stúdenta velkomna á Framaviku dagana  13. til 17. febrúar.
 
Dagskráin er forvitnileg, fræðandi og fjölbreytt. Tveir fyrrverandi stúdentar Háskóla Íslands segja frá því hvernig þeir fengu eftirsóknarverð störf og hvernig nám þeirra við Háskóla Íslands nýttist þeim við að koma sér á framfæri á vinnumarkaðnum og síðar í starfi. 

Kynnt verða lykilatriði sem skipta máli þegar fyrstu skrefin eru stigin inn á framtíðarstarfsvettvang. 

Fulltrúar LinkedIn, faglegs alþjóðlegs tengslanets, kynna hagnýt ráð til að koma sér á framfæri við atvinnurekendur út um allan heim. 

Síðast en ekki síst býður Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands upp á fræðslu og vinnustofu um gerð ferilskrár.

Ekki láta þessa viku framhjá þér fara, allir stúdentar velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Fylgstu með líka með á Facebook – facebook.com/nshiradgjof/

 

 

Mánudagur

Þriðjudagur

Miðvikudagur

Fimmtudagur

Föstudagur

Hvar

Litlatorg /Háskólatorg

HT – 300 Háskólatorgi

HT – 300 Háskólatorgi

HT – 300 Háskólatorgi

 

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir!

Kl. 11:30 – 13:00

Kræktu í draumastarfið með LinkedIn

Fulltrúi frá LinkedIn kynnir fjölbreytta möguleika til tengslamyndunar

 Kl. 11:00 – 12:00

Starfsferilsmöppur

Í atvinnuleit er kostur að geta sýnt fram á færni, hæfni og þekkingu með raundæmum.  Starfsferilsmappa gerir slíkt.  Lykilatriði í notkun slíkrar möppu verður kynnt.

Jónína Kárdal, náms- og starfsráðgjafi

 Kl. 10:00 – 12:00

Vinnustofa um ferilskrárgerð í boði NSHÍ.

Hvaða atriði þarf að hafa í huga við gerð ferilskrár til að hún hitti í mark?

Ásta G. Briem og Jónína Kárdal náms- og starfsráðgjafar

 Kl. 11:30 – 12:30

Atvinnuhæfni: Hvað skiptir máli í leitinni að draumastarfinu?

Helga Rún Runólfsdóttir flytur erindi um atvinnuhæfni og leitina að draumastarfinu

HT - 300

 

Litla torg - Háskólatorgi

 

 

Kl. 13:30 – 14:30 

Maður leitar eftir því besta fyrir sjálfan sig .“

Eva Ýr Gunnlaugsdóttir hjá Mannauðsdeild Össurar segir frá því hvernig háskólanám hennar hefur nýst í starfi

 

 Kl. 14:00 – 15:30

Kræktu í draumastarfið með LinkedIn

Fulltrúi frá LinkedIn kynnir fjölbreytta möguleika til tengslamyndunar

 

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is