Starfsráðgjöf/ Frá námi í starf

Ertu að leita að framtíðarstarfi, tímabundnu starfi eða vinnu með námi?

Hér fyrir neðan er að finna dæmi um fyrirtæki og stofnanir sem auglýsa störf og/eða taka við umsóknum einstaklinga sem vilja koma sér á framfæri í atvinnuleit. Mörg þessara fyrirtækja veita einnig ráðgjöf og/eða leiðbeiningar varðandi gerð ferilskrár, kynningarbréfs og fleira sem skiptir máli við atvinnuleit. Tekið skal fram að listinn er ekki tæmandi.

Atvinna.is er vefsíða þar sem hægt er að leita að lausum störfum og atvinnuleitendur geta skráð eigin ferilskrá

Capacent auglýsir störf í boði

Vinna.is er vefsíða í eigu Capacent, auglýsir einnig laus störf

Hagvangur auglýsir störf í boði, veitir ráðgjöf auk þess sem hægt er að fylla út almenna umsókn til að koma sér á framfæri

HH Ráðgjöf auglýsir störf og veitir ráðningarþjónustu

Á Starfatorgi er að finna auglýsingar um laus störf hjá ríkinu

STRÁ auglýsir störf í boði

Talent ráðningar er ráðningarþjónusta með öflugan gagnagrunn, gott tengslanet og persónulega þjónustu

Fyrirtækið storf.is rekur vefsíðu sem býður notendum að leita í stóru safni atvinnuauglýsinga sem eru til staðar á veraldarvefnum, s.s á heimasíðum fyrirtækja og stofnana landsins

Tvinna auglýsir störf í boði auk þess sem hægt er að auglýsa laus störf á síðunni

Job.is er auglýsinga- og upplýsingamiðill yfir laus störf á Íslandi fyrir einstaklinga í atvinnuleit sem og fyrirtæki

Intellecta er þekkingarfyrirtæki sem sér m.a um ráðningar stjórnenda og lykilmanna, sinnir rekstrarráðgjöf og rannsóknum

Hjá Vinnumálastofnun eru auglýst störf í boði auk þess sem þar er að finna ráðgjöf og leiðbeiningar um atvinnuleit ásamt lista yfir aðrar vinnumiðlanir á Íslandi sem og erlendis

Hægt er að skoða auglýst störf á visir.is

Hægt er að skoða auglýst störf á mbl.is

Félagsstofnun stúdenta rekur stúdentamiðlun sem auðvelda á námsmönnum að leita að starfi og auðveldar atvinnurekendum að finna fólk í störf

Vefsíðan careerbroad.info getur verið gagnleg fyrir þá sem hafa áhuga á að leita að vinnu erlendis

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is