Starfsráðgjöf/ Frá námi í starf

Ertu að leita að framtíðarstarfi, tímabundnu starfi eða vinnu með námi?

Hér fyrir neðan er að finna dæmi um fyrirtæki og stofnanir sem auglýsa störf og/eða taka við umsóknum einstaklinga sem vilja koma sér á framfæri í atvinnuleit. Mörg þessara fyrirtækja veita einnig ráðgjöf og/eða leiðbeiningar varðandi gerð ferilskrár, kynningarbréfs og fleira sem skiptir máli við atvinnuleit. Tekið skal fram að listinn er ekki tæmandi.

Alfreð auglýsir störf í boði

Atvinna.is er vefsíða þar sem hægt er að leita að lausum störfum og atvinnuleitendur geta skráð eigin ferilskrá

Capacent auglýsir störf í boði

Vinna.is er vefsíða í eigu Capacent, auglýsir einnig laus störf

Hagvangur auglýsir störf í boði, veitir ráðgjöf auk þess sem hægt er að fylla út almenna umsókn til að koma sér á framfæri

HH Ráðgjöf auglýsir störf og veitir ráðningarþjónustu

Á Starfatorgi er að finna auglýsingar um laus störf hjá ríkinu

STRÁ auglýsir störf í boði

Fyrirtækið storf.is rekur vefsíðu sem býður notendum að leita í stóru safni atvinnuauglýsinga sem eru til staðar á veraldarvefnum, s.s á heimasíðum fyrirtækja og stofnana landsins

Tvinna auglýsir störf í boði auk þess sem hægt er að auglýsa laus störf á síðunni

Job.is er auglýsinga- og upplýsingamiðill yfir laus störf á Íslandi fyrir einstaklinga í atvinnuleit sem og fyrirtæki

Intellecta er þekkingarfyrirtæki sem sér m.a um ráðningar stjórnenda og lykilmanna, sinnir rekstrarráðgjöf og rannsóknum

Hjá Vinnumálastofnun eru auglýst störf í boði auk þess sem þar er að finna ráðgjöf og leiðbeiningar um atvinnuleit ásamt lista yfir aðrar vinnumiðlanir á Íslandi sem og erlendis

Hægt er að skoða auglýst störf á visir.is

Hægt er að skoða auglýst störf á mbl.is

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is