Starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar NSHÍ aðstoða nemendur háskólans við að brúa bilið frá námi í starf, en meðal annars er boðið upp á íslensku áhugakönnunina Bendil III. Einnig er hægt að fá einstaklingsviðtöl og taka þátt í vinnustofu um gerð ferilskrár og kynningarbréfs ásamt undirbúningi fyrir atvinnuviðtöl, sjá upplýsingar um tímasetningar á vinnustofum undir krækjum hér til hliðar.  
Næstu dagsetningar á fyrirlögn Bendils er að finna á forsíðu NSHÍ undir krækjunni: Á döfinni.

Við vekjum sérstaka athygli á Tengslatorgi Háskóla Íslands þar sem nemendur Háskólans geta sótt um fjölda starfa hjá fyrirtækjum og stofnunum. Við hvetjum nemendur í atvinnuleit til að kynna sér vefinn og nýta sér þjónustu NSHÍ. Auk þess er gagnlegt efni að finna undir krækjum hér til vinstri.

Eftirfarandi náms- og starfsráðgjafar bjóða nemendum háskólans upp á viðtöl og ráðgjöf um undirbúning fyrir atvinnuleit og annað er fellur undir starfsráðgjöf: Ásta Gunnlaug Briem, Ástríður Margrét Eymundsdóttir, Jóhanna Sólveig Lövdahl, Kristjana Mjöll Sigurðardóttir, Lýdía Kristín Sigurðardóttir og María Jónsdóttir.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is