Sjálfstyrkingarnámskeið

Sjálfstyrkingarnámskeið 

Lágt sjálfsmat - hindrun í námi. Fimm vikna námskeið sem byggir á aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar (HAM). Á námskeiðinu verða kenndar aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar til að rjúfa vítahring lágs sjálfsmats með því að vinna með óhjálplegar hugsanir (sjálfsgagnrýni) og óhjálplega hegðun (frestun, forðun og fullkomnunarárátta). Við munum skoða gagnlegar leiðir til að takast á við lágt sjálfsmat og bæta þannig líðan okkar.

Sjálfstyrkingarnámskeiðið verður haldið:

Miðvikudaga, 8. febrúar – 8. mars kl. 13:00-15:00.

Nemendur mæta fimm miðvikudaga í röð. Námskeiðið fer fram á 3. hæð Háskólatorgi, stofu Ht-301. Skráning fer einungis fram á þjónustuborði Háskólatorgs um leið og námskeiðsgjald er greitt kr. 8.000.

Umsagnir nemenda eftir námskeið:

„Tekið á helstu atriðum sem varða sjálfsmynd og sjálfsstyrkingu. Ég náði að átta mig á því hver er ástæða þess að ég fresta öllu.“

„Ég lærði af öðrum.“

„Lét mann hugsa um orsakir lágs sjálfsmats en kenndi manni jafnframt aðferðir til að takast á við þær.“

„kennir manni að berjast við niðurrifshugsanir.“

Vinsamlegast athugið að skráning á námskeið er bindandi. Hægt er að óska eftir endurgreiðslu í síðasta lagi þrem virkum dögum áður en námskeið hefst.

Bestu kveðjur,
starfsfólk Náms- og starfsráðgjafar.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is