Sjálfstyrkingarnámskeið

Sjálfstyrkingarnámskeið

Lágt sjálfsmat - hindrun í námi. Fimm vikna námskeið sem byggir á aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar (HAM). Á námskeiðinu verða kenndar aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar til að rjúfa vítahring lágs sjálfsmats með því að vinna með óhjálplegar hugsanir (sjálfsgagnrýni) og óhjálplega hegðun (frestun, forðun og fullkomnunarárátta). Við munum skoða gagnlegar leiðir til að takast á við lágt sjálfsmat og bæta þannig líðan okkar.

Nemendur mæta fimm þriðjudaga í röð: 12. sept., 19. sept., 26. sept., 3. okt. og 10. okt. frá kl. 13:00-15:00. Námskeiðið fer fram á 3. hæð Háskólatorgs í stofu HT-301. Námskeiðsgjald er 8.000 kr og skráning og greiðsla fer fram á Þjónustuborði Háskólatorgs. Einnig er hægt að skrá sig og greiða með greiðslukorti í gegnum síma 525-5800.

 

Vinsamlegast athugið að skráning á námskeið er bindandi að því gefnu að lágmarksþátttaka náist. Hægt er að óska eftir endurgreiðslu í síðasta lagi þrem virkum dögum áður en námskeið hefst.

Dagsetningar eru birtar með fyrirvara um breytingar

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is