Sértæk úrræði í aðgengis- og inntökuprófum

Sértæk úrræði í aðgangsprófum fyrir háskólastig (A-prófum)
Hægt er að sækja um sértæk úrræði í A-prófum vegna fötlunar, veikinda eða sértækra námsörðugleika, s.s. dyslexíu. Nemendur við HÍ sem eru með virka samninga um sértæk úrræði þurfa ekki að gera annan samning vegna A-prófa. Aðrir þurfa að leita til Náms- og starfsráðgjafar HÍ á 3. hæð Háskólatorgs. Vottorð/greining frá sérfræðingi er forsenda úrræða. Nánar um A-próf.
 
Sértæk úrræði í inntökuprófum í læknisfræði og sjúkraþjálfunarfræði
Allir sem óska eftir sértækum úrræðum í inntökuprófum í læknisfræði eða sjúkraþjálfunarfræði þurfa að gera sérstakan samning um úrræði  hvort sem þeir eru með gildan samning um sértæk úrræði við HÍ eða ekki.  Sækja þarf um sértæk úrræði fyrir lok umsóknarfrests í inntökupróf hverju sinni. Vottorð/greining frá sérfræðingi er forsenda úrræða. Nánar um inntökupróf
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is