Prófkvíðanámskeið

Ágætu nemendur,

Náms- og starfsráðgjöf HÍ býður námsmönnum Háskóla Íslands upp á námskeið um prófkvíða. Námskeiðið stendur yfir í fimm vikur. Markmið námskeiðisins er að nemendur fái fræðslu um hvaða þættir hafi áhrif á tilurð og mótun prófkvíða og læri aðferðir til að takast á við prófkvíða á uppbyggilegan hátt. Námskeiðið byggir á hugrænni atferlismeðferð.

Boðið verður upp á eitt prófkvíðanámskeið haustmisseri 2017:
Fimm skipti, mánudagana 23. okt- 20. nóv frá kl. 15:00-17:00. Námskeiðið fer fram í stofu Ht-301, 3. hæð Háskólatorgs. Námskeiðsgjald er 8.000 kr og skráning fer einungis fram á Þjónustuborði Háskólatorgs um leið og námskeiðsgjald er greitt.

Vinsamlegast athugið að skráning á námskeið er bindandi. Hægt er að óska eftir endurgreiðslu í síðasta lagi þrem virkum dögum áður en námskeið hefst.

Bestu kveðjur,
starfsfólk NSHÍ

 

**English

Please note that the counselling session is in Icelandic.

The Student Counselling and Career Centre offers students at the University of Iceland group counselling sessions on dealing with test anxiety.

The course (group counselling session) lasts for five weeks during the spring semester. The purpose of the counselling sessions is to give students information on what factors can initiate, shape and maintain test anxiety. Students learn strategies to cope with test anxiety in a constructive way. The methodes used are based on cognitive behavioral therapy.

During fall 2017 we will offer one course, 5 group counselling sessions. Students meet five Mondays in a row, 23 October – 20 November from 3pm-5pm  The counselling sessions are held on the third floor in the building called University Square in room Ht-301. Registration takes place at the Service Desk, University Square. Payment is required when registering - Fee is ISK. 8000.

Please note that course registration is binding. You can however request a refund but no later than three working days before the course begins.

Best regards,
SCCC

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is