Prófkvíðanámskeið

Prófkvíðanámskeið

Markmið námskeiðisins er að nemendur fái fræðslu um hvaða þættir hafi áhrif á tilurð og mótun prófkvíða og læri aðferðir til að takast á við prófkvíða á uppbyggilegan hátt. Námskeiðið byggir á hugrænni atferlismeðferð.

Nemendur mæta fimm mánudaga: 23. okt., 30. okt., 6. nóv., 13. nóv. og 20. nóv. kl. 15:00-17:00. Námskeiðið fer fram á 3. hæð Háskólatorgs í stofu HT-301. Námskeiðsgjald er 8.000 kr og skráning og greiðsla fer fram á Þjónustuborði Háskólatorgs. Einnig er hægt að skrá sig og greiða með greiðslukorti í gegnum síma 525-5800.

Vinsamlegast athugið að skráning á námskeið er bindandi að því gefnu að lágmarksþátttaka náist. Hægt er að óska eftir endurgreiðslu í síðasta lagi þrem virkum dögum áður en námskeið hefst.

Dagsetningar eru birtar með fyrirvara um breytingar

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is