Örfyrirlestur um frestun

Er slæmt að fresta? Eru allir frestarar inn við beinið? 

Næstkomandi miðvikudag verður fluttur örfyrirlestur um frestun á vegum Náms- og starfsráðgjafar HÍ (NSHÍ). Ljósi verður varpað á fyrirbærið frestun og hvaða áhrif það hefur á námsmanninn.

Fyrirlesturinn hefst kl. 11:10 miðvikudaginn 7. febrúar og stendur yfir í 30-40 mín í stofu Ht-300, Háskólatorgi. Fyrirlesturinn er nemendum að kostnaðarlausu og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is