Örfyrirlestur: Svefn og svefnvenjur

Áttu erfitt með svefn eða langar þig til að vita hvernig þú getur sofið betur? Hvað er svefnvandi og hvaða þættir eru truflandi?

Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands (NSHÍ) býður námsmönnum Háskóla Íslands upp á örfyrirlestur miðvikudaginn 24. janúar 2018 kl. 11:10 sem stendur yfir í 30-40 mín. Farið verður yfir hjálplegar leiðir við að bæta svefn og svefnvenjur. Kynnt verður hvernig sálfræðileg meðferð (hugræn atferlismeðferð) vinnur með óhjálplega hegðun og hugsanir í tengslum við svefnvanda.

Fyrirlesturinn fer fram í stofu Ht-303 og er nemendum að kostnaðarlausu og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is