Örfyrirlestrar og kynningar

 

Örfyrirlestrar og kynningar eru nemendum að kostnaðarlausu og standa yfir í 30-40 mín.

Kynning á Tengslatorgi í stofu HT-300
Tengslatorg Háskóla Íslands er atvinnumiðlun fyrir stúdenta HÍ og nýbreytni í þjónustu háskólans við stúdenta. Starfsemi og notkun Tengslatorgsins verður kynnt og á hvern hátt þessi vettvangur nýtist stúdentum í atvinnuleit, hvort sem það er tímabundið eða til framtíðar.
21. september kl. 12:30 og 10. október 2017 kl. 12:30

Kynning á sértækri þjónustu í stofu HT-300
Auk náms- og starfsráðgjafar er ýmis önnur þjónusta í boði fyrir nemendur háskólans á vegum NSHÍ. Má þar nefna sálfræðilega þjónustu, úrræði í námi og prófum fyrir nemendur, vegna fötlunar, sértækra námsörðugleika og langvarandi veikinda, og táknmálstúlkun.
13. september 2017 kl. 11:00

Markmiðssetning og tímastjórnun í stofu HT-300
Farið verður yfir helstu atriði tímastjórnunar og hvernig gott er að skipuleggja tímann sinn og forgangsraða verkþáttum.
14. september 2017 og 27. september 2017, kl. 11:00

Hugkort í stofu HT-300
Mynd segir meira en mörg orð. Ein leið til að nálgast nýja þekkingu og skilning er að búa til hugkort (e. mind map). Hugkortagerð verður kynnt og hvernig það getur aukið á fjölbreytni í glósugerð og minnistækni.
19. september 2017, kl. 11:00

Framkvæmum – frestum ekki! í stofu HT-300
Er slæmt að fresta? Eru allir frestarar inn við beinið? Ljósi verður varpað á fyrirbærið frestun og hvaða áhrif það hefur á námsmanninn.
5. október 2017, kl. 11:00

Svefn og svefnvenjur í stofu HT-300
Fræðsla um svefn og heilbrigðar svefnvenjur. Hvað er svefnvandi og hvaða þættir eru truflandi? Farið verður yfir hjálplegar leiðir við að bæta svefn og svefnvenjur. Kynnt verður hvernig sálfræðileg meðferð (hugræn atferlismeðferð) vinnur með óhjálplega hegðun og hugsanir í tengslum við svefnvanda.
11. október 2017, kl. 11:00

Streitustjórnun í stofu HT-300
Fjallað verður um streitustjórnun, hvað sé að valda streitu, hvernig þú getur fyrirbyggt, dregið úr eða tekist á við streitu. Streituvaldandi þættir í daglegu lífi verða kortlagðir, helstu einkenni streitu skoðuð og hvernig við bregðumst við. Hjálplegar og fyrirbyggjandi leiðir skoðaðar í tengslum við streitustjórnun. Getum við breytt aðstæðum eða viðbrögðum okkar?  Núvitund (mindfulness) verður kynnt til sögunnar með stuttri æfingu en rannsóknir hafa sýnt fram á að þjálfun í núvitund hefur jákvæð áhrif á almenna líðan, dregur úr streitu, kvíða og depurð.
17. október 2017 kl. 11:10-11:50

Próftækni og prófundirbúningur í stofu HT-300
Farið verður yfir nokkur hagnýt atriði er varðar próftökuna sjálfa, meðal annars hvernig er best að skipuleggja tímann í prófinu og hvað ber að forðast við þessar aðstæður.
31. október 2017, kl. 11:00

 

BIRT MEÐ FYRIRVARA UM BREYTINGAR

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is