Örfyrirlestrar

Fyrirlestrar á dagskrá vormisseri 2017

Örfyrirlestrar eru nemendum að kostnaðarlausu og  hefjast allir kl. 11 og standa yfir í 30-40 mín. 

Vinsamlegast athugið að það þarf að skrá sig í gegnum Uglu til að fá aðgang að upptökum.

Hugkort í stofu Ht-300
Mynd segir meira en mörg orð. Ein leið til að nálgast nýja þekkingu og skilning er að búa til hugkort (e. mind map). Hugkortagerð verður kynnt og hvernig það getur aukið á fjölbreytni í glósugerð og minnistækni.
17. janúar 2017
UPPTAKA AF FYRIRLESTRI

Markmiðssetning og tímastjórnun í stofu Ht-303
Farið verður yfir helstu atriði tímastjórnunar og hvernig gott er að skipuleggja tímann sinn og forgangsraða verkþáttum.
25. janúar 2017

Svefn og svefnvenjur í stofu Ht-300
Fræðsla um svefn og heilbrigðar svefnvenjur. Hvað er svefnvandi og hvaða þættir eru truflandi? Farið verður yfir hjálplegar leiðir við að bæta svefn og svefnvenjur. Kynnt verður hvernig sálfræðileg meðferð (hugræn atferlismeðferð) vinnur með óhjálplega hegðun og hugsanir í tengslum við svefnvanda.
21. febrúar 2017

Framkvæmum! Frestum ekki í stofu Ht-303
Er slæmt að fresta? Eru allir frestarar inn við beinið? Ljósi verður varpað á fyrirbærið frestun og hvaða áhrif það hefur á námsmanninn.
20. febrúar 2017
UPPTAKA AF ÖRFYRIRLESTRI

Undirbúningur fyrir atvinnulífið í stofu Ht-303
Í þessum fyrirlestri verður stiklað á stóru um nokkur atriði sem mikilvægt er að hafa í huga þegar verið er að undirbúa sig fyrir atvinnuleit. Farið verður í þætti eins og sjálfsskoðun, stefnu, ferilskrá og kynningarbréf. 
8. mars 2017

Prófundirbúningur og tækni í stofu Ht-303
Farið verður yfir nokkur hagnýt atriði er varðar próftökuna sjálfa, meðal annars hvernig er best að -skipuleggja timann í prófinu og hvað ber að forðast við þessar aðstæður.
30. mars 2017
UPPTAKA AF FYRIRLESTRI 

Fyrirlestrarnir sem eru nemendum að kostnaðarlausu, fara fram í HT-300 á Háskólatorgi. Engin skráning, allir nemendur velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Dagsetningar eru birtar með fyrirvara um breytingar

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is