Opnunartími

Öllum nemendum háskólans, og þeim er íhuga nám við skólann, er velkomið að nýta sér þjónustu Náms- og starfsráðgjafar.

Skrifstofu- og viðtalstímar

  • Opnir viðtalstímar eru frá mánudegi til fimmtudags milli 13.00-15.30 og á föstudögum milli 10.00-12.00. Öllum er frjálst að nýta sér þá tíma.
  • Nemendur HÍ geta bókað viðtal hjá náms- og starfsráðgjafa eftir samkomulagi í síma 525 4315.
  • Skrifstofa Náms- og starfsráðgjafar er opin mánudaga til fimmtudaga kl. 09:00 - 12:00 og föstudaga kl. 10:00-12:00.
  •     Eftir hádegi alla virka daga kl. 13:00 - 16:00.

Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands býður fjarnemum skólans og öðrum þeim sem ekki hafa möguleika á að nýta sér opna viðtalstíma að hringja á skrifstofu Náms- og starfsráðgjafar í síma 525-4315.

Gagnlegar ábendingar

Ef erindi þitt snertir mat á námi á milli deilda eða úr öðrum skólum, yfirferð námsferils vegna fyrirhugaðrar útskriftar eða skipulag og uppbyggingu einstakra námskeiða á það hins vegar heima á skrifstofu viðkomandi deildar.

Ef þú ert að velta fyrir þér inntökuskilyrðum inn í skólann og hvort þú hafir nægan undirbúning fyrir það nám sem hugur þinn stendur til þá viljum við benda þér á upplýsingar um inntökuskilyrði einstakra deilda sem má finna á vef Háskóla Íslands og upplýsingar um undanþágur frá inntökuskilyrðum sem má finna í kennsluskrá HÍ.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is