Á næstunni

Vormisseri 2018

Bendill áhugakönnun
Áhugakannanir er einkum notaðar til að hjálpa fólki við að taka ákvarðanir varðandi náms- og starfsval.  Ef þú ert að velta fyrir þér að taka áhugakönnun þá getur þú kynnt þér Bendil undir þessari krækju: Um Bendil.

  • Næsta fyrirlögn í Bendil áhugakönnun fer fram mánudaginn 14. maí kl. 10:00-12:00

Þú getur heyrt í okkur í síma 525-4315 eða sent póst á radgjof@hi.is fyrir nánari upplýsingar um næstu tíma- og dagsetningar.

Áhugakönnunin fer fram á 3. hæð Háskólatorgs í stofu Ht-302. Námskeiðsgjald er 6.000 kr og skráning og greiðsla fer fram á Þjónustuborði Háskólatorgs. Einnig er hægt að skrá sig og greiða með greiðslukorti í gegnum síma 525-5800.

 

Streitustjórnunarnámskeið
Námskeiðið stendur yfir í þrjár vikur. Fjallað verður um streitustjórnun, hvað sé að valda streitu, hvernig þú getur fyrirbyggt, dregið úr eða tekist á við streitu. Streituvaldandi þættir í daglegu lífi verða kortlagðir, helstu einkenni streitu skoðuð og hvernig við bregðumst við. Hjálplegar og fyrirbyggjandi leiðir skoðaðar í tengslum við streitustjórnun. Getum við breytt aðstæðum eða viðbrögðum okkar?  Núvitund (mindfulness) verður kynnt til sögunnar með stuttri æfingu en rannsóknir hafa sýnt fram á að þjálfun í núvitund hefur jákvæð áhrif á almenna líðan, dregur úr streitu, kvíða og depurð.

Boðið verður upp á eitt námskeið sem fer fram þrjá þriðjudaga í röð, 6., 13. og 20. mars kl. 13:00-15:00. Námskeiðið fer fram á 3. hæð í Háskólatorgi stofu Ht-301. Skráning fer einungis fram á Þjónustuborði Háskólatorgs um leið og námskeiðsgjald er greitt kr. 6.000. 

 

Prófkvíðanámskeið
Markmið námskeiðisins er að nemendur fái fræðslu um hvaða þættir hafi áhrif á tilurð og mótun prófkvíða og læri aðferðir til að takast á við prófkvíða á uppbyggilegan hátt. Námskeiðið byggir á hugrænni atferlismeðferð.

Nemendur mæta fimm miðvikudaga á tímabilinu 7. mars – 11. apríl kl. 10:00-12:00.
Námskeiðið verður haldið þessa miðvikudaga: 7. mars, 14. mars, 21. mars, 4. apríl og 11. apríl

Námskeiðið fer fram á 3. hæð Háskólatorgs í stofu HT-301. Námskeiðsgjald er 8.000 kr og skráning og greiðsla fer fram á Þjónustuborði Háskólatorgs. Einnig er hægt að skrá sig og greiða með greiðslukorti í gegnum síma 525-5800.

 

Að hefja vinnu við lokaverkefni
Markmið vinnustofunnar er m.a. að koma nemendum í grunnnámi af stað í ritgerðarvinnunni og koma með ýmsar góðar ábendingar um vinnuferlið. Nemendur mæta einu sinni í tvær klukkustundir og geta valið á milli eftirfarandi dagsetninga:

  • 5. febrúar kl. 13:00-15:00
  • 13. febrúar kl. 13:00-15:00
  • 14. febrúar kl. 10:00-12:00

Vinnustofan fer fram á 3. hæð Háskólatorgs í stofu HT-301. Námskeiðsgjald er 2.000 kr og skráning og greiðsla fer fram á Þjónustuborði Háskólatorgs. Einnig er hægt að skrá sig og greiða með greiðslukorti í gegnum síma 525-5800.

 

Undirbúningur fyrir atvinnulífið
Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands býður til dagskrár dagana 12. - 16. febrúar næstkomandi. Sjá dagskrá hér.

Framtíðardagar Háskóla Íslands - undirbúningur fyrir atvinnulífið er ætluð öllum stúdentum Háskóla Íslands sem eru að undirbúa starfsferilinn og vilja efla færni sína og hæfni við atvinnuleit og myndun faglegs tengslanets.. Sérfræðingar innan og utan Háskóla Íslands munu bjóða upp á fjölbreytta fræðslu og kynningar. Athugið að fleiri dagskrárliðir koma til með að bætast við - hvetjum ykkur til að fylgjast vel með.

Sjáumst á Framtíðardögum Háskóla Íslands.

 

BIRT MEÐ FYRIRVARA UM BREYTINGAR

 

Örfyrirlestrar og kynningar vormisseri 2018 eru nemendum að kostnaðarlausu og standa yfir í 30-40 mín.

 

Próftækni og prófundirbúningur
Farið verður yfir nokkur hagnýt atriði er varðar próftökuna sjálfa, meðal annars hvernig er best að skipuleggja tímann í prófinu og hvað ber að forðast við þessar aðstæður.
14. mars 2018 kl. 11:10, 3. hæð Háskólatorgi í stofu Ht-300.

 

BIRT MEÐ FYRIRVARA UM BREYTINGAR

Vinsamlegast athugið að skráning á námskeið er bindandi. Hægt er að óska eftir endurgreiðslu í síðasta lagi þrem virkum dögum áður en námskeið hefst.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is