Námsvenjur

Hugtakið námsvenjur felur í sér hegðunarmynstur sem er viðhaldið af ákveðnum áhrifaþáttum eins og viðhorfi til námsins, vinnuaðstæðum, sjálfsmati og fyrri námsvenjum. Háskólanám gerir aðrar kröfur um vinnubrögð en nemendur hafa átt að venjast á fyrri skólastigum þess vegna þurfa þeir að endurskoða námsvenjur sínar í upphafi náms. Þar sem tímasókn er lítil er sjálfsnám mikið og þá reynir á sjálfstæði og gott skipulag. Nemandi býr yfir námsvenjum en tileinkar sér námstækni. Góður árangur í námi byggir því að miklu leyti á ástundum og iðjusemi. 

  • Hvernig á háskólanemandi að læra?
  • Hvað hvetur nemanda áfram í námi?

Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands (NSHÍ) býður nemendum upp á ráðgjöf og aðstoð við nám. Hún lýtur að því að aðstoða stúdenta við að:

  • bæta vinnubrögð sín og námstækni
  • kljást við aðstæður og málefni sem geta haft áhrif á námsgetu og námsframvindu s.s prófkvíða, frestun og sértæka námsörðugleika
  • meta styrk sinn í námi
  • leiðbeina um aðgerðir sem geta aukið færni þeirra

Á hverju misseri býður NSHÍ upp á námstækninámskeið sniðið að þörfum háskólastúdenta. Ef þú telur þig þurfa á aðstoð að halda í námi, hvers eðlis sem hún er, þá skaltu hafa samband við NSHÍ á 3. hæð á Háskólatorgi.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is