Námstækninámskeið: Vinnubrögð í háskólanámi haustmisseri 2017

Við vekjum athygli á námskeiðum um vinnubrögð í háskólanámi sem haldin verða á haustmisserinu. Á þessum gagnlegu námskeiðum er farið yfir kjarnaatriði varðandi góðar námsvenjur og öfluga námstækni eins og markmiðssetningu, tímastjórnun, lestur og glósuaðferðir. Nemendur leysa verkefni og prófa nýjar aðferðir og eru hvattir til að nýta sér fjölbreyttar aðferðir til náms.

Námstækninámskeið verða haldin sem hér segir:

  • 7., 14. og 21. september kl. 13-15
  • 12., 19., 26. september kl. 10-12
  • 20. sept, 27. sept, 4. okt. kl. 13-15

Námskeiðin eru haldin á Háskólatorgi í Ht-301

Verð á námskeið er kr. 6.000. Ekki er hægt að flakka á milli námskeiða, nemendur þurfa því að komast þá þrjá daga sem heyra undir sama námskeið. Skráning á námskeið fer fram á Þjónustuborði Háskólatorgs, um leið og námskeiðsgjald er greitt. Vinsamlegast athugið að skráning er bindandi. Hægt er að óska eftir endurgreiðslu í síðasta lagi þrem virkum dögum áður en námskeið hefst.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is