Námsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar NSHÍ veita verðandi og skráðum stúdentum Háskóla Íslands upplýsingar um námsframboð og ráðgjöf um námsval í opnum viðtalstímum.

Nemendum skólans standa einnig til boða ýmis námskeið, vinnustofur og örfyrirlestrar, s.s um vinnubrögð í námi, notkun hugkorta, frestun og vinnu við lokaverkefni, sjá upplýsingar um dagsetningar á heimasíðu NSHÍ.

Þá geta nemendur háskólans fengið ráðgjöf og stuðning í fyrirfram bókuðum viðtölum, á skrifstofu NSHÍ eða í síma 525-4315. Þeir sem vilja geta jafnframt nýtt sér gagnlegt efni undir krækjum hér til vinstri.

Eftirfarandi náms- og starfsráðgjafar bjóða upp á viðtöl og ráðgjöf um námsval, vinnubrögð í námi og aðra þjónustu sem fellur undir námsráðgjöf: Ásta Gunnlaug Briem, Ástríður Margrét Eymundsdóttir, Jóhanna Sólveig Lövdahl, Jónína Kárdal, Kristjana Mjöll Sigurðardóttir, Lýdía Kristín Sigurðardóttir og María Jónsdóttir.

Upplýsingar varðandi sértæk úrræði í námi, t.d. vegna fötlunar, veikinda eða sértækra námsörðugleika er að finna hér að ofan, undir flipanum Sértæk þjónusta.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is