Námskeið um undirbúning fyrir atvinnulífið

Á námskeiðinu er lögð áhersla á gerð ferilskrár ásamt kynningarbréfi og undirbúningi fyrir atvinnuviðtöl.

Að loknu námskeiði munu þátttakendur hafa meiri þekkingu á gildi starfsþróunar, betri yfirsýn yfir styrkleika sína og þekkingu og fengið æfingu í gerð ferilskrár og kynningarbréfs ásamt endurgjöf.

# Farið yfir atriði varðandi starfsferilskrá/CV
# Farið yfir mikilvæg atriði í atvinnuleit 

Á haustmisseri 2016 er námskeið fyrirhugað:
- Fimmtudagana 6. og 13. október kl. 10:00-12:00
Staðsetning: Háskólatorg, Ht-301

Skráning og greiðsla fyrir vinnustofuna er 2.500.- og fer fram á þjónustuborði Háskólatorgs. 

Vinsamlegast athugið að skráning í vinnustofu er bindandi.  Hægt er að óska eftir endurgreiðslu í síðasta lagi þrem virkum dögum áður en vinnustofa hefst.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is