Námskeið

Bendill áhugakönnun
Áhugakannanir er einkum notaðar til að hjálpa fólki við að taka ákvarðanir varðandi náms- og starfsval.  Ef þú  ert að velta fyrir þér að taka áhugakönnun þá getur þú kynnt þér Bendil undir þessari krækju: Um Bendil 

Áhugakönnunin fer fram á 3. hæð Háskólatorgs í stofu HT-302. Námskeiðsgjald er 6.000 kr og kráning og greiðsla fer fram á Þjónustuborði Háskólatorgs. Einnig er hægt að skrá sig og greiða með greiðslukorti í gegnum síma 525-5800.

 

Námstækninámskeið - Listin að tileinka sér góð vinnubrögð í háskólanámi

Á þessum námskeiðum er farið yfir kjarnaatriði varðandi góðar námsvenjur og öfluga námstækni eins og markmiðssetningu, tímastjórnun, lestur og glósuaðferðir. Nemendur leysa verkefni og prófa nýjar aðferðir og eru hvattir til að nýta sér fjölbreyttar aðferðir til náms.
Haldin verða þrjú hraðnámskeið í ágúst. Mæting þrisvar sinnum í einni viku. Hægt er að velja um eftirfarandi vikur:

  • 9., 10. og 11. ágúst kl. 10-12
  • 16., 17. og 18. ágúst kl. 10-12
  • 21., 22. og 24. ágúst kl. 10-12

Í september bjóðum við upp á samskonar námskeið þar sem mætt er vikulega. Haldin verða þrjú snámskeið. Mæting einu sinni í viku í þrjú skipti:

  • 7., 14. og 21. september kl. 13-15
  • 12., 19., 26. september kl. 10-12
  • 20. sept, 27. sept, 4. okt. kl. 13-15

Námskeiðið fer fram á 3. hæð Háskólatorgs í stofu HT-301. Námskeiðsgjald er 6.000 kr og skráning og greiðsla fer fram á Þjónustuborði Háskólatorgs. Einnig er hægt að skrá sig og greiða með greiðslukorti í gegnum síma 525-5800.

 

Sjálfstyrkingarnámskeið
Lágt sjálfsmat - hindrun í námi. Fimm vikna námskeið sem byggir á aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar (HAM). Á námskeiðinu verða kenndar aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar til að rjúfa vítahring lágs sjálfsmats með því að vinna með óhjálplegar hugsanir (sjálfsgagnrýni) og óhjálplega hegðun (frestun, forðun og fullkomnunarárátta). Við munum skoða gagnlegar leiðir til að takast á við lágt sjálfsmat og bæta þannig líðan okkar.

Nemendur mæta fimm þriðjudaga í röð: 12. sept., 19. sept., 26. sept., 3. okt. og 10. okt. frá kl. 13:00-15:00. Námskeiðið fer fram á 3. hæð Háskólatorgs í stofu HT-301. Námskeiðsgjald er 8.000 kr og skráning og greiðsla fer fram á Þjónustuborði Háskólatorgs. Einnig er hægt að skrá sig og greiða með greiðslukorti í gegnum síma 525-5800.

 

Prófkvíðanámskeið
Markmið námskeiðisins er að nemendur fái fræðslu um hvaða þættir hafi áhrif á tilurð og mótun prófkvíða og læri aðferðir til að takast á við prófkvíða á uppbyggilegan hátt. Námskeiðið byggir á hugrænni atferlismeðferð.

Nemendur mæta fimm mánudaga: 23. okt., 30. okt., 6. nóv., 13. nóv. og 20. nóv. kl. 15:00-17:00. Námskeiðið fer fram á 3. hæð Háskólatorgs í stofu HT-301. Námskeiðsgjald er 8.000 kr og skráning og greiðsla fer fram á Þjónustuborði Háskólatorgs. Einnig er hægt að skrá sig og greiða með greiðslukorti í gegnum síma 525-5800.

 

Streitustjórnunarnámskeið
Námskeiðið stendur yfir í þrjár vikur. Fjallað verður um streitustjórnun, hvað sé að valda streitu, hvernig þú getur fyrirbyggt, dregið úr eða tekist á við streitu. Streituvaldandi þættir í daglegu lífi verða kortlagðir, helstu einkenni streitu skoðuð og hvernig við bregðumst við. Hjálplegar og fyrirbyggjandi leiðir skoðaðar í tengslum við streitustjórnun. Getum við breytt aðstæðum eða viðbrögðum okkar?  Núvitund (mindfulness) verður kynnt til sögunnar með stuttri æfingu en rannsóknir hafa sýnt fram á að þjálfun í núvitund hefur jákvæð áhrif á almenna líðan, dregur úr streitu, kvíða og depurð.

Boðið verður upp á eitt námskeið sem fer fram þrjá miðvikudaga í röð, frá 25. október-8. nóvember kl. 10:00-12:00. Mæting miðvikudagana 25. okt, 1. nóv og 8. nóv. Námskeiðið fer fram á 3. hæð í Háskólatorgi stofu Ht-301. Skráning fer einungis fram á Þjónustuborði Háskólatorgs um leið og námskeiðsgjald er greitt kr. 6.000.
Vinsamlegast athugið að skráning á námskeið er bindandi. Hægt er að óska eftir endurgreiðslu í síðasta lagi þrem virkum dögum áður en námskeið hefst. 

 

Að hefja vinnu við lokaverkefni
Markmið vinnustofunnar er m.a. að koma nemendum í grunnnámi af stað í ritgerðarvinnunni og koma með ýmsar góðar ábendingar um vinnuferlið. Nemendur mæta einu sinni í tvær klukkustundir og geta valið á milli eftirfarandi dagsetninga:

  • 20. september kl. 10:00-12:00
  • 28. september kl. 13:00-15:00
  • 3. október kl. 10:00-12:00.

Vinnustofan fer fram á 3. hæð Háskólatorgs í stofu HT-301. Námskeiðsgjald er 2.000 kr og skráning og greiðsla fer fram á Þjónustuborði Háskólatorgs. Einnig er hægt að skrá sig og greiða með greiðslukorti í gegnum síma 525-5800.

 

Undirbúningur fyrir atvinnulífið
Í október bjóðum við upp á námskeið þar sem farið verður yfir undirbúning fyrir atvinnuviðtöl.

Námskeiðið fer fram 16. október kl. 13-15 á 3. hæð Háskólatorgs í stofu HT-301. Námskeiðsgjald er 2.000 kr. Skráning og greiðsla fer fram á Þjónustuborði Háskólatorgs.  Einnig er hægt að skrá sig og greiða með greiðslukorti í gegnum síma 525-5800. 

 

LinkedIn
Vinnustofan fer fram á 3. hæð Háskólatorgs í stofu HT-334 þann 12. október frá kl. 10:00-12:00. Námskeiðsgjald er 2.000 kr og skráning og greiðsla fer fram á Þjónustuborði Háskólatorgs. Einnig er hægt að skrá sig og greiða með greiðslukorti í gegnum síma 525-5800.

 

Starfsferilsmöppugerð
Hlutverk starfsferilsmöppu er að safna gögnum sem sýna fram á kunnáttu, færni og hæfni og hægt að nýta til að koma sér á framfæri á vinnumarkaði.  Mappan er líka tæki til að auka starfsfærni (e. employability). Mappan veitir einnig tækifæri til að sýna á myndrænan og skapandi hátt árangur náms, reynslu og starfa. Dæmi verða tekin af mismunandi framsetningu á ferilmöppum  og þátttakendur leggja drög að sinni eigin ferilmöppu.
Vinnustofan fer fram á 3. hæð Háskólatorgs í stofu HT-301 þann 19. október frá kl. 10:00-12:00. Námskeiðsgjald er 2.000 kr og skráning og greiðsla fer fram á Þjónustuborði Háskólatorgs. Einnig er hægt að skrá sig og greiða með greiðslukorti í gegnum síma 525-5800.

 

Örfyrirlestrar og kynningar eru nemendum að kostnaðarlausu og standa yfir í 30-40 mín.

Kynning á Tengslatorgi í stofu HT-300
Tengslatorg Háskóla Íslands er atvinnumiðlun fyrir stúdenta HÍ og nýbreytni í þjónustu háskólans við stúdenta. Starfsemi og notkun Tengslatorgsins verður kynnt og á hvern hátt þessi vettvangur nýtist stúdentum í atvinnuleit, hvort sem það er tímabundið eða til framtíðar.
21. september kl. 12:30 og 10. október 2017 kl. 12:30

Kynning á sértækri þjónustu í stofu HT-300
Auk náms- og starfsráðgjafar er ýmis önnur þjónusta í boði fyrir nemendur háskólans á vegum NSHÍ. Má þar nefna sálfræðilega þjónustu, úrræði í námi og prófum fyrir nemendur, vegna fötlunar, sértækra námsörðugleika og langvarandi veikinda, og táknmálstúlkun.
13. september 2017 kl. 11:00

Markmiðssetning og tímastjórnun í stofu HT-300
Farið verður yfir helstu atriði tímastjórnunar og hvernig gott er að skipuleggja tímann sinn og forgangsraða verkþáttum.
14. september 2017 og 27. september 2017, kl. 11:00

Hugkort í stofu HT-300
Mynd segir meira en mörg orð. Ein leið til að nálgast nýja þekkingu og skilning er að búa til hugkort (e. mind map). Hugkortagerð verður kynnt og hvernig það getur aukið á fjölbreytni í glósugerð og minnistækni.
19. september 2017, kl. 11:00

Framkvæmum – frestum ekki! í stofu HT-300
Er slæmt að fresta? Eru allir frestarar inn við beinið? Ljósi verður varpað á fyrirbærið frestun og hvaða áhrif það hefur á námsmanninn.
5. október 2017, kl. 11:00

Svefn og svefnvenjur í stofu HT-300
Fræðsla um svefn og heilbrigðar svefnvenjur. Hvað er svefnvandi og hvaða þættir eru truflandi? Farið verður yfir hjálplegar leiðir við að bæta svefn og svefnvenjur. Kynnt verður hvernig sálfræðileg meðferð (hugræn atferlismeðferð) vinnur með óhjálplega hegðun og hugsanir í tengslum við svefnvanda.
11. október 2017, kl. 11:00

Streitustjórnun í stofu HT-300
Fjallað verður um streitustjórnun, hvað sé að valda streitu, hvernig þú getur fyrirbyggt, dregið úr eða tekist á við streitu. Streituvaldandi þættir í daglegu lífi verða kortlagðir, helstu einkenni streitu skoðuð og hvernig við bregðumst við. Hjálplegar og fyrirbyggjandi leiðir skoðaðar í tengslum við streitustjórnun. Getum við breytt aðstæðum eða viðbrögðum okkar?  Núvitund (mindfulness) verður kynnt til sögunnar með stuttri æfingu en rannsóknir hafa sýnt fram á að þjálfun í núvitund hefur jákvæð áhrif á almenna líðan, dregur úr streitu, kvíða og depurð.
17. október 2017 kl. 11:10-11:50

Próftækni og prófundirbúningur í stofu HT-300
Farið verður yfir nokkur hagnýt atriði er varðar próftökuna sjálfa, meðal annars hvernig er best að skipuleggja tímann í prófinu og hvað ber að forðast við þessar aðstæður.
31. október 2017, kl. 11:00

 

BIRT MEÐ FYRIRVARA UM BREYTINGAR

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is