Á næstunni

HAUST 2017

Bendill áhugakönnun
Áhugakannanir er einkum notaðar til að hjálpa fólki við að taka ákvarðanir varðandi náms- og starfsval.  Ef þú ert að velta fyrir þér að taka áhugakönnun þá getur þú kynnt þér Bendil undir þessari krækju: Um Bendil 

Næstu fyrirlagnir eru sem hér segir:

  • Miðvikudaginn 29. nóvember kl. 10:00-12:00

Einnig er hægt að hafa samband í síma 525-4315 eða á radgjof@hi.is fyrir nánari upplýsingar varðandi aðrar mögulegar tímasetningar.

Áhugakönnunin fer fram á 3. hæð Háskólatorgi. Þátttökugjald er 6.000 kr og skráning og greiðsla fer fram á Þjónustuborði Háskólatorgi. Einnig er hægt að skrá sig og greiða með greiðslukorti í gegnum síma 525-5800.

 

Streitustjórnunarnámskeið
Námskeiðið stendur yfir í þrjár vikur. Fjallað verður um streitustjórnun, hvað sé að valda streitu, hvernig þú getur fyrirbyggt, dregið úr eða tekist á við streitu. Streituvaldandi þættir í daglegu lífi verða kortlagðir, helstu einkenni streitu skoðuð og hvernig við bregðumst við. Hjálplegar og fyrirbyggjandi leiðir skoðaðar í tengslum við streitustjórnun. Getum við breytt aðstæðum eða viðbrögðum okkar?  Núvitund (mindfulness) verður kynnt til sögunnar með stuttri æfingu en rannsóknir hafa sýnt fram á að þjálfun í núvitund hefur jákvæð áhrif á almenna líðan, dregur úr streitu, kvíða og depurð.

Boðið verður upp á eitt námskeið sem fer fram þrjá miðvikudaga í röð, frá 25. október-8. nóvember kl. 10:00-12:00. Mæting miðvikudagana 25. okt, 1. nóv og 8. nóv. Námskeiðið fer fram á 3. hæð í Háskólatorgi stofu Ht-301. Skráning fer einungis fram á Þjónustuborði Háskólatorgi um leið og námskeiðsgjald er greitt kr. 6.000. Vinsamlegast athugið að skráning á námskeið er bindandi. Hægt er að óska eftir endurgreiðslu í síðasta lagi þrem virkum dögum áður en námskeið hefst. 

 

Prófkvíðanámskeið
Markmið námskeiðisins er að nemendur fái fræðslu um hvaða þættir hafi áhrif á tilurð og mótun prófkvíða og læri aðferðir til að takast á við prófkvíða á uppbyggilegan hátt. Námskeiðið byggir á hugrænni atferlismeðferð.

Nemendur mæta fimm mánudaga: 23. okt., 30. okt., 6. nóv., 13. nóv. og 20. nóv. kl. 15:00-17:00. Námskeiðið fer fram á 3. hæð Háskólatorgs í stofu HT-301. Námskeiðsgjald er 8.000 kr og skráning og greiðsla fer fram á Þjónustuborði Háskólatorgi. Einnig er hægt að skrá sig og greiða með greiðslukorti í gegnum síma 525-5800.

 

BIRT MEÐ FYRIRVARA UM BREYTINGAR

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is