Á næstunni

Bendill áhugakönnun, verð kr. 6.000. Staðsetning, Háskólatorg, Ht-302.

Áhugakannanir er einkum notaðar til að hjálpa fólki við að taka ákvarðanir varðandi náms- og starfsval.  Ef þú ert að velta fyrir þér að taka áhugakönnun þá getur þú kynnt þér Bendil undir þessari krækju: Um Bendil 

Hafðu samband við Náms- og starfsráðgjöf í síma 525-4315 og bókaðu tíma ef þú vilt taka Bendil III áhugakönnun.

Næstu fyrirlagnir á Bendli áhugakönnun verða sem hér segir:
29. maí kl. 10:00-12:00

Skráning og greiðsla fer fram á Þjónustuborði Háskólatorgs, eða í gegnum síma 525-5800

 

Námskeið um undirbúning fyrir atvinnulífið

Á námskeiðunum er lögð áhersla á gerð ferilskrár ásamt kynningarbréfi og undirbúningi fyrir atvinnuviðtöl.
Nemendur mæta í tvö skipti, tvær klst. í senn. Nemendur geta valið um tvö námskeið, annars vegar:

Fimmtudagana 16. og 23. febrúar kl. 10-12 ATH vegna framaviku verður frítt inn á námskeiðið þann 16. feb., allir nemendur velkomnir!  Mæti nemendur aftur 23. feb. greiða þeir kr. 2.000 fyrir það skipti.

Mánudagana 20. og 27. febrúar kl. 13-15

Námskeiðin fara fram á 3. hæð í Háskólatorgi, Ht-301. Skráning fer fram á Þjónustuborði Háskólatorgs um leið og námskeiðsgjald, kr. 4.000 er greitt. Einnig er hægt að skrá sig og greiða með greiðslukorti í gegnum síma 525-5800.

 

Hrað-námstækninámskeið, verð kr. 6.000. Staðsetning, Háskólatorg, Ht-301.

Á þessum gagnlegu námskeiðum er farið yfir kjarnaatriði varðandi góðar námsvenjur og öfluga námstækni eins og markmiðssetningu, tímastjórnun, lestur og glósuaðferðir. Nemendur leysa verkefni og prófa nýjar aðferðir og eru hvattir til að nýta sér fjölbreyttar aðferðir til náms.

Haldin verða tvö hraðnámskeið.
A- 4., 5. og 6. janúar kl. 13:00-15:00
B- 9., 10. og 11 janúar kl. 10:00-12:00

Námstækninámskeið / Vinnubrögð í háskólanámi, verð kr. 6.000. Staðsetning, Háskólatorg, Ht-301.
Haldin verða tvö námskeið. Mæting einusinni í viku í þrjú skipti.

C- Fimmtudagar, 12., 19. og 26 janúar kl. 10-12

D- Þriðjudagar, 24. og 31. janúar og 7. febrúar kl. 13-15

Skráning fer fram á Þjónustuborði Háskólatorgs. Einnig er hægt að skrá sig og greiða með greiðslukorti í gegnum síma 525-5800.

 

Vinnustofa í starfsferilmöppugerð  (e. career portfolio)  2 klukkustundir

Markmið starfsferilsmöppu er að safna gögnum sem sýna fram á kunnáttu, færni og hæfni og hægt að nýta til að koma sér á framfæri á vinnumarkaði.  Mappan er líka tæki til að auka starfsfærni (e. employability).
Mappan veitir einnig tækifæri til að sýna á myndrænan og skapandi hátt árangur náms, reynslu og starfa. 
Dæmi verða tekin af mismunandi framsetningu á ferilmöppum  og þátttakendur leggja drög að sinni eigin ferilmöppu
 
Staðsetning: HT 301
Tímasetning:  21. febrúar kl. 10-12                             
 
Skráning á vinnustofu fer fram á Þjónustuborði Háskólatorgs. Gjald fyrir vinnustofu eru kr. 2.000.-.  Vinsamlega athugið að skráning er bindandi en hægt er að óska eftir endurgreiðslu í síðasta lagi þremur virkum dögum áður en vinnustofa hefst. 

 

Streitustjórnunarnámskeið

Námskeiðið stendur yfir í fjórar vikur. Fjallað verður um streitustjórnun, hvað sé að valda streitu, hvernig þú getur fyrirbyggt, dregið úr eða tekist á við streitu. Streituvaldandi þættir í daglegu lífi verða kortlagðir, helstu einkenni streitu skoðuð og hvernig við bregðumst við. Hjálplegar og fyrirbyggjandi leiðir skoðaðar í tengslum við streitustjórnun. Getum við breytt aðstæðum eða viðbrögðum okkar?  Núvitund (mindfulness) verður kynnt til sögunnar með stuttri æfingu en rannsóknir hafa sýnt fram á að þjálfun í núvitund hefur jákvæð áhrif á almenna líðan, dregur úr streitu, kvíða og depurð.

Boðið verður upp á streitustjórnunarnámskeið fjóra þriðjudaga í röð frá 14. mars - 4. apríl kl. 10-12
Mæting þriðjudagana 14., 21. og 28. mars og 4. apríl.

Námskeiðið fer fram á 3. hæð í Háskólatorgi stofu Ht-301. Skráning fer einungis fram á þjónustuborði Háskólatorgs um leið og námskeiðsgjald er greitt kr. 8.000.

 

Prófkvíðanámskeið

13. mars - 10. apríl 2017. Mánudagar kl. 10:00-12:00
Námskeiðið verður mánudagana 13., 20. og 27. mars og 3. og 10 apríl.

Nemendur mæta fimm mánudaga í röð. Námskeiðið fer fram á 3. hæð í Háskólatorgi Ht-301. Skráning fer einungis fram á þjónustuborði Háskólatorgs um leið og námskeiðsgjald er greitt kr. 8000. 

 

Sjálfstyrkingarnámskeið

Lágt sjálfsmat - hindrun í námi. Fimm vikna námskeið sem byggir á aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar (HAM). Á námskeiðinu verða kenndar aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar til að rjúfa vítahring lágs sjálfsmats með því að vinna með óhjálplegar hugsanir (sjálfsgagnrýni) og óhjálplega hegðun (frestun, forðun og fullkomnunarárátta). Við munum skoða gagnlegar leiðir til að takast á við lágt sjálfsmat og bæta þannig líðan okkar.

Sjálfstyrkingarnámskeiðið verður haldið:
Miðvikudaga 8. febrúar - 8. mars kl. 13-15
Nemendur mæta fimm miðvikudaga í röð, 8., 15. og 22. feb og 1. og 8. mars.

Námskeiðið fer fram á 3. hæð í Háskólatorgi Ht-301. Skráning fer fram á Þjónustuborði Háskólatorgs um leið og námskeiðsgjald, kr. 8.000 er greitt. Einnig er hægt að skrá sig og greiða með greiðslukorti í gegnum síma 525-5800.

 

Að hefja vinnu við lokaverkefni, verð kr. 2.000. Staðsetning Háskólatorg, Ht-301

Nemendur mæta einu sinni í tvær klukkustundir og geta valið á milli eftirfarandi dagsetninga:

1- Þriðjudagur 24. janúar kl. 10-12

2- Miðvikudagur 25. janúar kl. 10-12 í Ht-334

3- Fimmtudagur 2. febrúar kl. 13-15

4- Mánudagur 6. febrúar kl. 13-15

5- Miðvikudagur 15. febrúar kl. 10-12

Skráning fer fram á Þjónustuborði Háskólatorgs. Einnig er hægt að skrá sig og greiða með greiðslukorti í gegnum síma 525-5800.

 

Örfyrirlestrar eru nemendum að kostnaðarlausu og  hefjast allir kl. 11 og standa yfir í 30-40 mín. 

Hugkort í stofu Ht-300
Mynd segir meira en mörg orð. Ein leið til að nálgast nýja þekkingu og skilning er að búa til hugkort (e. mind map). Hugkortagerð verður kynnt og hvernig það getur aukið á fjölbreytni í glósugerð og minnistækni.
17. janúar 2017

Markmiðssetning og tímastjórnun í stofu Ht-303
Farið verður yfir helstu atriði tímastjórnunar og hvernig gott er að skipuleggja tímann sinn og forgangsraða verkþáttum.
25. janúar 2017

Svefn og svefnvenjur í stofu Ht-300
Fræðsla um svefn og heilbrigðar svefnvenjur. Hvað er svefnvandi og hvaða þættir eru truflandi? Farið verður yfir hjálplegar leiðir við að bæta svefn og svefnvenjur. Kynnt verður hvernig sálfræðileg meðferð (hugræn atferlismeðferð) vinnur með óhjálplega hegðun og hugsanir í tengslum við svefnvanda.
21. febrúar 2017

Framkvæmum! Frestum ekki í stofu Ht-303
Er slæmt að fresta? Eru allir frestarar inn við beinið? Ljósi verður varpað á fyrirbærið frestun og hvaða áhrif það hefur á námsmanninn.
20. febrúar 2017

Undirbúningur fyrir atvinnulífið í stofu Ht-303
Í þessum fyrirlestri verður stiklað á stóru um nokkur atriði sem mikilvægt er að hafa í huga þegar verið er að undirbúa sig fyrir atvinnuleit. Farið verður í þætti eins og sjálfsskoðun, stefnu, ferilskrá og kynningarbréf. 
8. mars 2017

Prófundirbúningur og tækni í stofu Ht-303
Farið verður yfir nokkur hagnýt atriði er varðar próftökuna sjálfa, meðal annars hvernig er best að -skipuleggja timann í prófinu og hvað ber að forðast við þessar aðstæður.
30. mars 2017

 

 

 

 

 

 

        

       

 

 

 

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is