Hver á rétt á aðstoð ?

Nemendur við Háskóla Íslands sem þurfa ákveðin úrræði og aðlögun til að geta tekið fullan þátt í lífi og starfi innan skólans til jafns við aðra nemendur, eiga rétt á að njóta sértækra úrræða í námi.

Má þar nefna nemendur með;
- sértæka námsörðugleika, s.s. dyslexíu,
- sálræn vandkvæði, s.s. þunglyndi eða kvíða,
- taugasálfræðileg vandamál, s.s. ADD, ADHD,
- langvarandi veikindi, heyrnarskerðingu/heyrnarleysi, sjónskerðingu/blindu/lögblindu,
- Aspergers heilkenni, einhverfu,
- skerta hreyfigetu.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is