Hraðnámskeið um námstækni hefst 4. janúar

Kæru nemendur

Hrað- námstækninámskeið verða tvö á þessu vormisseri og verða haldin:
A- 4., 5. og 6. janúar kl. 13:00-15:00
B- 9., 10. og 11 janúar kl. 10:00-12:00

Á þessum gagnlegu námskeiðum er farið yfir kjarnaatriði varðandi góðar námsvenjur og öfluga námstækni eins og markmiðssetningu, tímastjórnun, lestur og glósuaðferðir. Nemendur leysa verkefni og prófa nýjar aðferðir og eru hvattir til að nýta sér fjölbreyttar aðferðir til náms. Verð fyrir námskeiðið er kr. 6.000 og er það haldið í Háskólatorgi, Ht-301.

Skráning fer fram á Þjónustuborði Háskólatorgs. Einnig er hægt að skrá sig og greiða með greiðslukorti í gegnum síma 525-5800.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is