Fyrirlestrar Framaviku komnir á netið

Í Framaviku Háskóla Íslands sem var haldin 13. - 17. febrúar voru á dagskrá þrír fyrirlestrar sem fjölluðu hver á sinn hátt um mikilvægi undirbúnings fyrir atvinnulífið á meðan á háskólanámi stendur.  
 
Eva Ýr Gunnlaugsdóttir hjá mannauðsdeild Össurar flutti erindi undir heitinu: „ Maður leitar eftir því besta fyrir sjálfan sig“.  Eva Ýr lýsti hvernig nám hennar við Háskóla Íslands hefur nýst á vinnumarkaði og gert henni kleift að efla sig og þróa í starfi.
 
Jennifer Matheny frá alþjóðlega fyrirtækinu LinkedIn heimsótti Háskóla Íslands og kynnti hvernig háskólastúdentar geta komið sér á framfæri við atvinnurekendur út um allan heim, tengst fólki faglega og persónulega, og myndað samskiptanet sem skiptir máli þegar í starf er komið.
 
Helga Rún Runólfsdóttir mannauðsráðgjafi hjá Starfsmennt ræddi um hvað skiptir máli í leit að draumastarfinu og kynnti hugtakið atvinnuhæfni, en það er mikilvægur lykill sem opnar tækifæri á vinnumarkaði.
 
Þessir fyrirlestrar voru teknir upp og nú geta allir sem hafa aðgang að Uglu hlustað á þá og nýtt sér gagnlegar upplýsingar sem þar komu fram til að hefja undirbúning fyrir þátttöku á vinnumarkaði.
Jafnframt er bent á þjónustu Náms- og starfsráðgjafar - www.nshi.hi.is - en stúdentar geta fengið aðstoð við undirbúning atvinnuumsókna og gerð ferilsskrá.  Sjá nánar á http://nshi.hi.is/starfsradgjof
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is