Framtíðardagar

Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands býður til dagskrár dagana 12. - 16. febrúar næstkomandi.

Framtíðardagar Háskóla Íslands - undirbúningur fyrir atvinnulífið er ætluð öllum stúdentum Háskóla Íslands sem eru að undirbúa starfsferilinn og vilja efla færni sína og hæfni við atvinnuleit og myndun faglegs tengslanets. Sérfræðingar innan og utan Háskóla Íslands munu bjóða upp á fjölbreytta fræðslu og kynningar. Athugið að fleiri dagskrárliðir koma til með að bætast við - hvetjum ykkur til að fylgjast vel með.

Nýr liður í dagskránni:

  • Þriðjudaginn 13. febrúar kl. 12:00 mun Ragnheiður H. Magnúsdóttir flytja erindi en hún starfar við viðskiptaþróun hjá Marel. Ragnheiður ætlar að velta vöngum yfir því hvaða hæfileikar eru mikilvægir á næstu 10-20 árum og af hverju við hér á landi eigum að setja enn meiri kraft í nýsköpun á tímum fjórðu iðnbyltingarinnar. Hvar stöndum við og hvert stefnum við?

Sjáumst á Framtíðardögum Háskóla Íslands.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is