Ferilskrá og kynningarbréf

Það sem þarf að koma fram í ferilskrá er:

 • Persónuupplýsingar
  • Nafn
  • Kennitala
  • Heimilisfang
  • Sími
  • Netfang
 • Upplýsingar um menntun og starfsreynslu
  • Fyrst kemur fram það nám sem síðast var lokið
  • Tilgreindu fyrst það starf sem þú varst í síðast eða það starf sem þú  sinnir í dag
  • Gott er að láta fylgja með starfsheiti og ábyrgðarsvið
 • Tungumálakunnátta og tölvukunnátta
 • Annað svo sem félagsstörf og áhugamál
 • Meðmælendur
  • Að minnsta kosti tveir
  • Nöfn þeirra, staða og símanúmer
  • Meðmælendur mega ekki vera tengdir þér, gæta hlutleysis
 • Láta koma fram ef þú vilt að samráð sé haft við þig þegar leita þarf til meðmælenda

Dæmi:
Ferilskrá 1 og leiðbeiningar með ferilskrá 1
Ferilskrá 2

Kynningarbréf:

Ferilskrá fylgir í sumum tilfellum kynningarbréf. Tilgangur þess er að greina frá því sem ekki kemur fram í ferilskránni, svo sem ástæðu umsóknar um tiltekið starf.

Það sem þarf að koma fram í kynningarbréfi er:

 • Ástæða umsóknar
 • Núverandi staða
 • Menntun, starfsreynsla og eiginleikar
 • Gott er að lýsa yfir áhuga á að komast í viðtal
 • Upplýsingar um hvernig er hægt að ná í þig
 • Vinsamleg kveðja og undirskrift

Hvaða starf er sótt um og gott er að greina frá því hvar upplýsingar um starfið fengust.
 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is