Erlent samstarf

Í gegnum árin hefur Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands (NSHÍ) tekið á móti fjölmörgum erlendum gestum. Til að koma til móts við vaxandi eftirspurn hefur, frá árinu 2012, verið boðið upp á námskeið fyrirerlenda náms- og starfsráðgjafa og þá er starfa að málefnum stúdenta á háskólastigi.

Markmiðið er að bjóða upp á metnaðarfulla og upplýsandi dagskrá sem endurspeglar meginstrauma í náms og starfsráðgjöf á háskólastigi.  Megináherslan er að kynna þjónustu NSHÍ og skoða þá verkþætti sem NSHÍ innir af hendi, svo sem heildræna náms- og starfsráðgjöf, vinnubrögð og vellíðan í háskólanámi.  Þátttakendur deila faglegri reynslu sinni og gefst tækifæri til að kynnast mismunandi faglegri nálgun í náms- og starfsráðgjöf.  

Umsagnir hafa verið jákvæðar eins og má sjá á orðum eins þátttakanda frá síðasta námskeiði 2013: ,,I got new impressions, new ideas and new 'communication partners' around Europe for my professional field".

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is