Dagur 5: Faglegt orðspor - faglegt tengslanet

 

Orðstír deyr aldregi:  Faglegt orðspor í námi og starfi

Sagt er að orðsporið fari á undan okkur.  Allir þurfa að vera meðvitaðir um hvernig faglegt orðspor verður til. Ekki síst háskólastúdentar sem eru meðvitað eða ómeðvitað farnir að leggja grunn að starfsferli sínum eða eru komnir vel á veg með hann.
Ásta G. Briem er náms- og starfsráðgjafi við Háskóla Íslands og hefur fjölbreytta reynslu af ráðgjöf við háskólastúdenta.  Hún hefur skoðað sérstaklega mikilvægi faglegs orðspors og hvaða þættir geti haft áhrif á það.  Hún setur hugtakið  í samhengi við það sem stúdentar fást við á meðan á háskólanámi  stendur.
 

Faglegt tengslanet - LinkedIn

Inga Dóra Guðmundsdóttir, vefstjóri Félagsvísindasviðs
Í heimi aukinnar samkeppni er fátt mikilvægara en að markaðssetja sjálfan sig. Linkedin er vettvangur einstaklinga til að miðla hæfni og þekkingu. Linkedin getur stækkað tengslanetið þitt verulega og opnað nýjar dyr. Á námskeiðinu er farið yfir helstu grunnþætti notkunar prófíls og almenna nálgun og virkni Linkedin.
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is