Dagur 1

Dagur I  Ég - framtíðarstarfskraftur

Ávarp í upphafi Framtíðardaga Háskóla Íslands - Jón Atli Benediktsson, rektor
Ferilskráin: Um mig - Jónína Kárdal, náms- og starfsráðgjafi og verkefnastjóri Tengslatorgs HÍ.  
Hún mun leita  svara við spurningunni: Hvernig get ég, sem stúdent, komið mér á framfæri á vinnumarkaði og markað eigin spor á starfsferlinum.
Jónína Kárdal er náms- og starfsráðgjafi við Háskóla Íslands og verkefnisstjóri Tengslatorgs HÍ sem er atvinnumiðlun fyrir stúdenta.  Hún hefur yfirgripsmikla þekkingu og reynslu á sviði náms- og starfsráðgjafar og tekið virkan þátt í mótun þjónustu Náms- og starfsráðgjafar Háskóla Íslands til handa stúdentum.
 

Hvernig verð ég ánægður starfskraftur? 

Jóhanna Ella Jónsdóttir, mannauðsstjóri á Verkfræði- og náttúruvísindasviði
Jóhanna Ella fer yfir mikilvægi þess að þekkja eigin færni og styrkleika i starfi og tengsl þeirra við starfsánægju. Einnig ræðir hún mikilvægi framlags okkar til jakvæðra samskipta og þess að þora að framkvæma i vinnuhopnum.
Jóhanna Ella er sálfræðingur að mennt og hefur mikinn áhuga á mannlega þættinum í vinnunni. Jóhanna Ella stofnaði eigið ráðgjafarfyrirtæki og hefur kynnst mörgum hliðum atvinnuleitar, starfa og vinnuumhverfisins.  Sérstaða hennar er jákvæð samskipti, heilsa og líðan í starfi auk jákvæðrar stjórnunar með áherslu á mannlega þáttinn í stjórnun.

 

Lykilatriði í atvinnuleit

Andri Hrafn Sigurðsson og Sigurlaug Jónsdóttir, ráðgjafar í ráðningum hjá Capacent.
 
Farið verður yfir praktísk atriði í atvinnuleit, gerð kynningarbréfa og ferilskráar.  Einnig verður farið yfir nokkur atriði sem gott er að hafa í huga áður en mætt er í atvinnuviðtal.
Andri er ráðgjafi í ráðningum. Áður en Andri gekk til liðs við Capacent, árið 2017, starfaði hann á mannauðssviði Landspítalans. Auk þess að hafa mastersgráðu í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík hefur Andri lokið námskeiðum í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands.
Sigurlaug er ráðgjafi í ráðningum. Hún vann í fjármálageiranum frá 2006 – 2012 og var viðskiptastjóri hjá PIPAR\TBWA auglýsingastofu áður en hún gekk til liðs við Capacent.
Sigurlaug hefur lokið B.Sc. gráðu í viðskiptafræði og er með MA í mannauðsstjórnun frá HÍ. 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is