Bendill íslensk áhugakönnun

Bendill er íslensk áhugakönnun hönnuð af Dr. Sif Einarsdóttur og Dr. James Rounds sem tekur mið af íslensku námsumhverfi og íslenskum vinnumarkaði ólíkt þeim áhugakönnunum sem hafa staðið Íslendingum til boða hingað til. Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands býður nemendum skólans og þeim sem stefna á háskólanám upp á Bendil III, en Bendill III er sérstaklega hannaður fyrir þann hóp fólks sem veltir fyrir sér námi á háskólastigi. 

Bendill III er rafræn áhugakönnun og fá þátttakendur niðurstöður sínar úr könnuninni strax að svörun lokinni. Niðurstöður birtast myndrænt og er afar auðvelt að lesa úr þeim. Þegar hver og einn hefur fengið sínar niðurstöður úr Bendli III getur hann/hún á auðveldan hátt tengt áhuga sinn við íslenskar starfslýsingar og háskólagreinar á Íslandi. 

Nánari upplýsingar um starfslýsingar og flestar námsgreinar á háskólastigi um Bendil má nálgast á vefslóðinni: http://www.bendill.is/

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is