Barnshafandi konur í prófum

Að gefnu tilefni skal tekið fram að barnshafandi nemendur við Háskóla Íslands öðlast ekki sjálfkrafa rétt til sérúrræða í prófum. Að neðan má finna verklagsreglur sem prófstjórn styðst við í þessu sambandi. Nemendur sem óska eftir úrræðum vegna meðgöngu hafi samband við Náms- og starfsráðgjöf H.Í. eða yfirsetufólk á prófstað þegar við á. 

  1. Barnshafandi kona á síðustu vikum meðgöngu getur óskað eftir því við yfirsetufólk að fá að sitja nærri dyrum í almennum prófstofum. Hún fær ekki lengdan próftíma.
  2. Leggi barnshafandi kona á síðustu vikum meðgöngu fram læknisvottorð þar sem fram kemur að heilsufar hennar sé íþyngjandi er hægt að útvega barnshafandi og lasburða konum séraðstæður í prófum. Úrræði af þessum toga eru ekki veitt nema nemandi hafi skilað inn læknisvottorði og gert samning um sértæk úrræði hjá náms- og starfsráðgjafa. Vinsamlega athugið að ef nemandi hefur samband með skömmum fyrirvara er ekki víst að ávallt sé hægt að tryggja úrræði í prófum.
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is