Atriði sem gott er að hafa í huga

  • Reynið að láta sem túlkurinn sé ekki á staðnum, forðist að ávarpa hann í túlkaaðstæðum
  • Horfið á þann heyrnarlausa, ekki á túlkinn
  • Talið beint við þann heyrnarlausa og forðist setningar eins og „viltu segja honum“ og „viltu spyrja hann“
  • Á umræðufundum er gott að hafa fundarstjóra sem stjórnar því að einn tali í einu. Túlkur getur ekki túlkað þegar margir tala á sama tíma
  • Hafa góða lýsingu
  • Túlkurinn er nokkrum sekúndum á eftir þeim sem talar
  • Ef um formlegar aðstæður er að ræða, til dæmis sviðstúlkun, þarf að gera ráð fyrir túlkinum sem næst ræðumanni
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is