Starfsþjálfun

Starfsþjálfun á vettvangi - þjálfun verðandi náms- og starfsráðgjafa.

Einn mikilvægasti þáttur meistaranáms í náms- og starfsráðgjöf við Háskóla Íslands er þjálfun á vettvangi og hefur NSHÍ verið í tæp 15 ár í samstarfi við námsbraut í náms- og starfsráðgjöf varðandi þjálfun náms- og starfsráðgjafanema. NSHÍ tekur bæði á móti 1. árs nemum sem koma í styttri kynningar á vettvangi og 2. árs nemum sem eru í starfsþjálfun í eitt misseri.

Markmið starfsþjálfunar á vettvangi er að nemar fái að taka fullan þátt í fjölbreyttu starfi NSHÍ og öðlast reynslu og þjálfun í faglegum vinnubrögðum á svið náms- og starfsráðgjafar. Starfa nemar undir handleiðslu náms- og starfsráðgjafa NSHÍ.

Ávinningur NSHÍ af því að hafa nema í starfsþjálfun felst í því að taka þátt í mótun fagstéttar náms- og starfsráðgjafa og fylgjast með nýjungum í faginu í gegnum samstarf við námsbraut í náms- og starfsráðgjöf til að auka gæði ráðgjafarinnar sem er veitt.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is