14. febrúar: Störf - Íslenskur vinnumarkaður

 

Dagur 3 Störf: Íslenskur vinnumarkaður

Tengslatorg HÍ – virk tengsl við atvinnulífið

Jónína Kárdal, náms- og starfsráðgjafi og verkefnisstjóri Tengslatorgs HÍ
Tengslatorg HÍ (THí) er atvinnumiðlun fyrir stúdenta Háskóla Íslands. Kynnt verður á hvern hátt Háskóli Íslands stuðlar að öflugri tengingu við atvinnulífið, stúdentum sínum í hag.  
 

Staðan á íslenskum vinnumarkaði

Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, er með BA próf í stjórnmála- og félagsfræði, auk diplómanáms í opinberri stjórnsýslu og stjórnun. Hann hefur starfað sem sérfræðingur á Vinnumálastofnun frá árinu 2000 og vann þar áður um 12 ára skeið við rannsóknarvinnu á Félagsvísindastofnun Háskólans. 

Sérfræðistarfið á Vinnumálastofnun felst í ýmis konar tölfræði- og greiningarvinnu tengt stöðu og horfum á vinnumarkaði, auk greiningar á gögnum um atvinnuleitendur hjá Vinnumálastofnun. 

Í erindinu verður fjallað um stöðu á vinnumarkaði í víðu samhengi, þróun starfa og menntunar vinnuafls undanfarin ár, hverjar horfurnar eru á komandi árum og hvernig staða á vinnumarkaði tengist búferlaflutningum til og frá landinu. Sérstaklega verður horft til þróunar háskólamenntunar og starfa fyrir háskólamenntaða á vinnumarkaði og hvort samræmi sé á milli menntunar og vinnuafls og framboðs starfa. 
 
 

Vinnumarkaðurinn 2.0

Davíð Þorláksson forstöðumaður samkeppnishæfnisviðs Samtaka atvinnulífsins (SA) mun segja frá SA og hvað þau hafa áhyggjur af á vinnumarkaðnum og tengist ungu fólki. Einnig hvernig er mikilvægt að vinnubrögð á vinnumarkaðnum breytist til samræmis við það sem gerist á Norðurlöndunum. 
  
Davíð er MBA frá London Business School og með embættispróf í lögfræði frá lagadeild HÍ. Áður en hann gekk til liðs við SA var hann yfirlögfræðingur Icelandair Group 2009-2017, yfirlögfræðingur Askar Capital 2007-2009 og lögfræðingur Víðskiptaráðs 2005-2007.
 

Að landa starfinu

Gyða Kristjánsdóttir, mannauðsráðgjafi hjá Hagvangi
Það sem ÞÚ getur gert til þess að landa starfinu. Komið inná mikilvæg áhersluatriði sem auka líkurnar á að eftir þér sé tekið fyrir viðkomandi starf, bæði atriði hvað varða umsóknina sjálfa, framkomu í viðtölum og önnur atriði sem nauðsynlegt er að hafa í huga sem geta skipt sköpum uppá þína möguleika.  
Gyða lauk síðastliðið haust meistaranámi í stjórnun og stefnumótum við Viðskiptafræðideild Háskóla Ísland en í náminu lagði hún sérstaka áherslu á mannauðs- og markaðsmál. Hún starfar nú sem ráðgjafi í mannauðsmálum og ráðningum hjá Hagvangi. Hún hefur kennt samningatækni og sáttamiðlun við Háskóla Íslands og Háskólann á Bifröst og starfaði áður sem aðstoðarforstöðumaður félagsmiðstöðvar hjá Reykjavíkurborg.
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is