13. febrúar: Menntun - heima og að heiman

Kl. 11:00 munu fulltrúar frá Skrifstofu alþjóðasamskipta kynna á Litla-Torgi þá ótal möguleika á námsdvöl erlendis sem  nemendum Háskóla Íslands stendur til boða. Nemendum gefst kostur á að stunda hluta af námi sínu við erlenda háskóla í skiptinámi eða sumarnámi eða fara í starfsþjálfun og öðlast dýrmæta alþjóðlega reynslu. Styrkir sem standa til boða verða kynntir og nemendur segja frá reynslu sinni af skiptinámi og starfsþjálfun.

Niðurstöður rannsókna sýna fram á jákvæð áhrif þess að hafa stundað nám eða unnið í útlöndum á atvinnumöguleika ungs fólk. Nemendur öðlast fjölþætta færni sem atvinnurekendur sækjast eftir s.s. aðlögunarhæfni, getu til að takast á við áskoranir og taka ákvarðanir, sjálfstæði og umburðarlyndi. Þeir sem hafa tekið hluta af náminu erlendis standa því oft betur að vígi þegar kemur að samkeppni á vinnumarkaði.

Kl. 12 verður Ragnheiður H. Magnúsdóttir, sem starfar við viðskiptaþróun hjá Marel, gestur á Framtíðardögum HÍ.

Ragnheiður ætlar að velta vöngum yfir því hvaða hæfileikar eru mikilvægir á næstu 10-20 árum og af hverju við hér á landi eigum að setja enn meiri kraft í nýsköpun á tímum fjórðu iðnbyltingarinnar. Hvar stöndum við og hvert stefnum við?

Ragnheiður er með meistaragráðu í vélaverkfræði og sérhæfingu vöruþróun og framleiðslu. Frá útskrift hefur vöruþróun og nýsköpun átt hug hennar allan en fókusinn hefur alla tíð verið í fjarskiptabransaum og upplýsingatækni. Ragnheiður starfar í dag hjá Marel að verkefnum sem snúa að starfrænum lausnum hjá Marel.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is