Dagskrá verður haldin 12. - 16. febrúar sem er ætluð að aðstoða stúdenta og aðra áhugasama við undirbúning fyrir atvinnulífið. 

Sjónum verður m.a. beint að því hvernig stúdentar geta nýtt margvísleg tækifæri sem gefast í námi innan Háskóla Íslands til að auðga reynslu sína sem síðar getur gert þá að eftirsóknarverðum starfskröftum.

Við bjóðum upp á opna viðtalstíma frá mánudegi til fimmtudags kl. 13.00-15.30 og á föstudögum kl. 10.00-12.00. Viljir þú tala við náms- og starfsráðgjafa er þér velkomið að koma við hjá okkur á þessum tímum.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is